06.04.2010 07:25
Óli SH 305
Þetta er annar báturinn sem þeir feðgar Óli og Ragnar Olsen, áttu. Skrokkurinn var smíðaður í Danmörku 1987, Kristján Ó Skagfjörð HF. flutti hann inn til landsins og hafði á sjávarútvegssýningu. Þar keyptu þeir hann árið 1989 og kláruðu að smíða hann. Var hann settur á flot í Reykjavík í mars 1990 og sett í hann Ford Mermed vél 90 hö. Báturinn var gerður út á net og grásleppu.
Brann síðan í Rifshöfn 15. desember 1997 ásamt tveimum öðrum bátum









2041. Óli SH 305. Fyrstu myndirnar sýna ganginn frá því að þeir keyptu hann og þar til hann hafði verið sjósettur. En neðsta myndin sýna rústirnar af bátnum eftir brunann
