03.04.2010 10:27

Ægir í leiguverkefni

Á einhverri skipasíðunni eða á Facebook, ég man ekki hvort var las ég það að varðskipið Ægir væri að fara í leiguverkefni og myndi félagi okkar á skipasíðunum, Guðmundur ST. fara með skipinu í þetta verkefni. Um leið og ég næ nánari fréttum um verkefnið, kem ég með upplýsingar um það fyrir neðan myndina.


    1066. Ægir, í slipp í Reykjavík í gær, föstudaginn langa © mynd Emil Páll, 2. apríl 2010

Samkvæmt fréttum á mbl.is  er um að ræða þátttöku Landhelgisgæslu Íslands í verkefni á vegum Frontex, Landamærastofnunar Evrópusambandsins, sem gerði frekari uppsagnir hjá Gæslunni óþarfar auk þess sem stefnt yrði að endurráðningu flestra sem þegar hefur verið sagt upp.

Þegar hefur verið skrifað undir rammasamning við Frontex um vilja til samstarfs. Í honum eru hins vegar engar skuldbindingar eða skyldur.

Mun varðskipið Ægir og flugvélin TF-SIF ásamt áhöfnum verði við landamæragæslu á Miðjarðarhafi og svæði milli Kanaríeyja og Vestur-Afríku í sumar. Skipið yrði notað í sex til sjö mánuði við eftirlit en flugvélin þrjá og ekki samfleytt.