03.04.2010 00:00

Andrea II með sjóstangaveiðihóp

Næstu daga mun ég birta á fjórða tug mynda sem teknar voru á föstudaginn langa þ.e. 2. apríl 2010 í Hafnarfirði og Reykjavík. Birja ég með því að birta syrpu sem tekin var af Andreu II frá Akranesi, er hún fór með hóp fólks úr Reykjavíkurhöfn,  sem ætlaði á sjóstöng. Sést fyrst þegar skipið bakkar frá bryggju og síðan eftir að hafa bakkað út í höfnina tók það snúning og sigldi síðan út. Fyrsta myndin er af einhverri ástæðu nokkuð skökk, en það verður bara að hafa það.






















         2241. Andrea II, siglir út Reykjavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 2. apríl 2010