02.04.2010 21:51
Skipin sem voru í höfn á Hornafirði í dag
Loftur Jónsson tók rúnt um Höfn í dag og náði mynd af þeim skipum sem voru í höfn. Öll netaskipin frá Skinney Þinganes eru búin að vera með netinn um borð síðan á laugardaginn fyrir Pálmasunnudag. Þetta er í fyrsta skiptið í mjög ár sem ekki er unnið einhverja daga um páskana í saltfiskinum, þar sem að kvótinn hjá fyrirtækinu er verða svo gott sem búinn. Enda er búið að vera ótrúlega mikið fiskerí þessa vertíð og oft hafa verið hátt í 100 tonn samtals á dag hjá bátunum. Sagðist Loftur hafa heyrt um daginn að ekki hafi komið nein sunnanbræla frá áramótum og seldi hann það ekki dýrara en hann keypti það.
2732. Skinney SF 20, 2403. Hvanney SF 51, 2731. Þórir SF 77 og hafa þeir 3 verið á þorskanetum og drógu þeir upp á laugardags síðasta. Báturinn lengst til hægri er 2040. Þingnes SF 25 og hann er á fiskitrolli innan 3 mílna.
173, Sigurður Ólafsson SF 44. er búnn að vera á humri 
Dælupraminn Trölli 1405. Þetta er gamli praminn sem að Landsvirkunn átti og þegar hann sökk á sínum tíma. Eftir það var settur í hann rafmótorar í staðinn fyrir díslevélannar og er þetta eini GRÆNI dælupraminn á Íslandi sem gengur eingöngu fyrir rafmagni og að sögn Lofts er rosalega gaman að sjá hvað þetta er hjóðlátt. en afkastar allveg svaka helling í rúmmetrum talið og eru þeir að bíða núna eftir að frá kvótann sinn til að dæla upp úr höfninni. Þjónustubátnum Nökkvi 1406. Sem þjónustar Trölla

1379. Erlingur SF 65 og 91. Þórir SF 177 en búið er að leggja þeim og bíða þeir því óráðinni framtíð.
2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 er að bíða eftir að Svafar og félagar á Jónu Eðvalds komi úr slipp og munu þeir þá fara á norsk-íslensku síldina, þegar hún gengur til landsins
Hluti útgerðar Einars Björns Einarssonar, sem hann notar til að flytja túrhesta á Jöklusárlóni á sumrin. Það er allt kvótalaust og án fyrningar © myndir og texti Loftur Jónsson, Hornafirði, 2. apríl 2010
