02.04.2010 14:14
Getraun: Þekkið þið flakið?
Ragnar Emilsson tók þessar myndir í morgun rétt austur af Selvogsvita og spurningin er hvort þið þekkið flakið en báturinn fórst fyrir allmörgum árum. Nánar um það, svo og dagsetningu, slyssins sem kostaði mannfórnir, þegar í ljós er komið hvort einhver þekkir flakið. Gef ég mönnum tækifæri til morguns að svara, en þá mun ég birta staðreyndir málsins.
.Já svarið er komið. það birtist ásamt sögu bátsins fyrir neðan myndirnar, en ágiskun Gunnars TH var rétt.





Þekkið þið flakið? © myndir Ragnar Emilsson, 2. apríl 2010
Báturinn hét Vörður RE 295, er hann rak á land með bilaða vél austan við Selvogsvita, 9. mars 1956, með fullfermi af loðnu. Með bátnum fórst öll áhöfnin samtals 5 manns.
Bátur þessi var kantsettur tvísöfnungur smíðaður af Þórði Jónssyni frá Bergi í Vestmannaeyjum árið 1913 og átti hann bátinn sjálfur og réri á honum fyrstu árin. Báturinn var eini báturinn sem Þórður smíðaði. Umb. 1937.
Bátur þessi er sagður hafa verið með fullfermi af loðnu sem er nokkuð framúrstefnuleg, en nokkrum árum áður eða 1954, var hann gerður út á humarveiðar frá Grindavík og var skipstjóri þá Jón Eiríksson og lagði hann hjá frystihúsinu í Höfnum.
Nöfn: Enok VE 164, Enok II VE 164, Ingólfur Arnarson VE 187, Ingólfur Arnarson GK 187, Stuðlafoss SU 550, Vörður SU 550 og Vörður RE 295.
.Já svarið er komið. það birtist ásamt sögu bátsins fyrir neðan myndirnar, en ágiskun Gunnars TH var rétt.





Þekkið þið flakið? © myndir Ragnar Emilsson, 2. apríl 2010
Báturinn hét Vörður RE 295, er hann rak á land með bilaða vél austan við Selvogsvita, 9. mars 1956, með fullfermi af loðnu. Með bátnum fórst öll áhöfnin samtals 5 manns.
Bátur þessi var kantsettur tvísöfnungur smíðaður af Þórði Jónssyni frá Bergi í Vestmannaeyjum árið 1913 og átti hann bátinn sjálfur og réri á honum fyrstu árin. Báturinn var eini báturinn sem Þórður smíðaði. Umb. 1937.
Bátur þessi er sagður hafa verið með fullfermi af loðnu sem er nokkuð framúrstefnuleg, en nokkrum árum áður eða 1954, var hann gerður út á humarveiðar frá Grindavík og var skipstjóri þá Jón Eiríksson og lagði hann hjá frystihúsinu í Höfnum.
Nöfn: Enok VE 164, Enok II VE 164, Ingólfur Arnarson VE 187, Ingólfur Arnarson GK 187, Stuðlafoss SU 550, Vörður SU 550 og Vörður RE 295.
Skrifað af Emil Páli
