02.04.2010 13:50
Andri KE 5
Þessi var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1947 og strandaði nokkrum árum síðar og hafði tryggingafélagið gefið hann upp á bátinn er honum var bjargað og var hann gerður upp að nýju. Síðan löngu síðar, eða 7. apríl 1971, hvoldi honum og sökk og þá fórust þrír með honum.

277. Andri KE 5 © mynd í eigu Emils Páls, gefið af einum velunnara síðunnar
Smíðaður á Fáskrúðsfirði 1947. Stórviðgerð hjá Slippfélaginu í Reykjavík1954 eftir að bátnum sem Skrúður SU 21, hafði rekið upp á Bæjarskerseyri við Sandgerði 6. apríl 1954. Báturinn hafði fengið á sig brot, sem maskaði allt stýrishúsið og bátinn rak stjórnlaust upp á eyrina, en þá var hann gerður út frá Sandgerði. Tryggingafélagið taldi vonlaust að bjarga bátnum og seldi hann því Björgun hf., sama kvöld og hann strandaði. Tók þeim hjá Björgun að ná honum út og var hann kominn í slipp átta dögum eftir strandið.
Hvoldi og sökk 7. apríl 1971, 14 sm. NV af Garðskaga og fórust þrír með honum.
Nöfn: Skrúður SU 21, Andri BA 100 og Andri KE 5.

277. Andri KE 5 © mynd í eigu Emils Páls, gefið af einum velunnara síðunnar
Smíðaður á Fáskrúðsfirði 1947. Stórviðgerð hjá Slippfélaginu í Reykjavík1954 eftir að bátnum sem Skrúður SU 21, hafði rekið upp á Bæjarskerseyri við Sandgerði 6. apríl 1954. Báturinn hafði fengið á sig brot, sem maskaði allt stýrishúsið og bátinn rak stjórnlaust upp á eyrina, en þá var hann gerður út frá Sandgerði. Tryggingafélagið taldi vonlaust að bjarga bátnum og seldi hann því Björgun hf., sama kvöld og hann strandaði. Tók þeim hjá Björgun að ná honum út og var hann kominn í slipp átta dögum eftir strandið.
Hvoldi og sökk 7. apríl 1971, 14 sm. NV af Garðskaga og fórust þrír með honum.
Nöfn: Skrúður SU 21, Andri BA 100 og Andri KE 5.
Skrifað af Emil Páli
