01.04.2010 21:37

Skipakaup eða aprílgöbb?

Tvær skipasíður birtu fréttir sem eru skrifaðar 1. apríl og eru um skipakaup og/eða sölu. Vegna dagsins veit maður ekki hvort um er að ræða 1.apríl gabb, eða fréttir.
Þeir á Hoffellinu fluttu frétt um að Samherji og Loðnuvinnslan hafi gert samkomulag um að skipta á Hoffellinu og Vilhelm Þorsteinssyni og myndi það fá nafnið Búðafell SU 90. Þá færi Ljósafell til Argentíunu og væri keypt af sömu aðilum og keyptu Vestmannaey á sínum tíma.

Ingólfur Þ. þ.e. Golli flutti frétt um að Kristrún II RE 477 hefði verið seld fyrirtækinu Samasem á Suðureyri og kæmi skipið vestur í kvöld.

Bíð ég þar til ég veit hvor um frétt eða göbb eru að ræða.