01.04.2010 17:22
Jón Sigurðsson GK 62

2275. Jón Sigurðsson GK 62, kemur nýr til Grindavíkur, 1. maí 1996 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur
Smíðanúmer 154 hjá Ulstein Hatlö a/s, í Ulsteinvik, Noregi 1978. Afhentur í apríl 1978. Var fiskiskip til 1982, þá þjónustuskip við olíuborpalla í Norðursjó til 1987 og síðan aftur fiskiskip. Kom í fyrsta sinn hingað til lands og þá til Reykjavíkur 22. mars 1996 og til Grindavíkur 1. maí 1996.
Nafnið Jón Sigurðsson er eftir Jóni Sigurðssyni sem keypti Fiskimjög og Lýsi í Grindavík eftir bruna og byggði upp. Um dæmisstafirnir GK 62 eru fengnir til að setja punktinn yfir nafngiftina. Því Jón var alla tím með G 62 sem bílnúmer.
Skipið var selt til Færeyja í júlí 1997. Keyptur aftur árið 2000 og seldur á ný á sama ári, til Færeyja og þaðan til Noregs. Strandaði 28. jan. 2009 í Heröy við Fosnvad í Noregi, fulllestað.
Nöfn: Torbas M-35-HÖ, Kings Cross FR 380, Jón Sigurðsson GK 62, Jón Sigurðsson TN 1110, Jón Sigurðsson GK 110, Jón Sigurðsson TN 1110, Östranger H-128-AV, Marten Einar H-121-AV og Quo Vadis R-86-K. Ekki er vitað hvort það er enn til, eða hvort það náðist af strandstað 2009.
Skrifað af Emil Páli
