01.04.2010 13:41

Gullfari GK 111 og Harpa GK 111

Hafsteinn Sæmundsson gerði út nokkur skip frá Grindavík og báru þau aðallega nafnið Harpa GK 111, en hann átti einnig skip sem hét Gullfari GK 111 og hér sjáum við eina Hörpu GK 111 og Gullfara GK 111

           613. Gullfari GK 111 í slipp © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur
Bátur þessi var smíðaður í Skipasmíðastöð Innri-Njarðvíkur 1943 og bar nöfnin:
Guðfinnur GK 132, Farsæll SH 30, Jóhann Þorkelsson ÁR 24, Gullfari GK 111 og
Siggi Gummi ÍS 111. Hann sökk eftir árekstur við ísjaka á Hlöðuvík á Hornströndum
13. júní 1975.


   1244. Harpa GK 111 © mynd í eigu Ljósmyndasafns  Grindavíkur
Þessi var smíðaður hjá Þorgeir & og Ellert hf., á Akranesi 1972 og hefur borið nöfnin:
Harpa GK 111, Grundfirðingur SH 12, Gunnar Bjarnason SH 122 og núverandi nafn:
Blómfríður SH 422.