29.03.2010 16:04

Jón Garðar GK 510 í síldarlöndun o.fl. í Keflavíkurhöfn

Þessi gullmoli, er ein af þeim myndum sem ég fékk á dögunum og sýnir  síldarlöndun úr Jóni Garðari GK 510, en hinir bátarnir sem sjást á myndinni eru taldir vera Bergvík KE 55 og Erlingur KE 20 ( sem kallaður var manna á milli Erling 1 tonn ). Ekki eru menn þó vissir hvaða bátur liggur utan á Erlingi gæti verið Hólmsteinn, alla vega mjög svipaður bátur.


   Síldarlöndur úr Jóni Garðari GK 510 í Keflavíkurhöfn frá því snemma á sjöunda áratugi síðustu aldar, auk þess má sjá 323. Bergvík KE 55 og 391. Erling KE 20 og spurning hvort utan á honum sé 573. Hólmsteinn GK 20 © mynd í eigu Emils Páls, gefin af velunnara síðunnar.