29.03.2010 14:49
Kristbjörg ST og Ísafold
Þessir lágu saman í Njarðvíkurhöfn og eru í raun báðir að bíða færis að komast á áfangastað. Ísafoldin átti að draga ex Moby Dick til Grænhöfðaeyja en ekkert er vitað hvenær af því verður, þar sem einhver fjármálavandræði eru komin upp. Sá minni er Kristbjörg ST 39 sem er nýsmíði ofan af Ásbrú sem kynnt var á dögunum og átti að fara til heimahafnar á Drangsnesi sl. laugardag, en veður hefur ekki enn gefið tækifæri til þess.

2207. Kristbjörg ST 39 og 2777. Ísafold, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 29. mars 2010

2207. Kristbjörg ST 39 © mynd Emil Páll, 29. mars 2010

2207. Kristbjörg ST 39 og 2777. Ísafold, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 29. mars 2010

2207. Kristbjörg ST 39 © mynd Emil Páll, 29. mars 2010
Skrifað af Emil Páli
