28.03.2010 00:00

Einn án sögu

Auðvitað eiga öll skip sína sögu, en ég ætla nú að sleppa því varðandi þennan bát og ekki heldur raða myndunum í rétta röð. Ástæðan er einföld, síðan ég hóf að birta sögu viðkomandi skipa, hættu raun að koma skoðanir manna undir viðkomandi færslum og nú er svo komið að telja má á fingrum annarrar handar þær skoðanir sem birtst hafa á jákvæðum nótum um viðkomandi birtingar eða frásagnir þeim tilheyrandi, en meira ber á aðfinnslum í framhaldi af prentvillum eða fljótfærni eða þá að einhverjir eru að reyna að siða mig.

Skoðanaleysi þeirra sem lesa síðurnar, eiga þó ekki eingöngu við um þessa síðu, það veit ég því í samtali við annan síðueiganda sem kvartaði við mig um það sama kom upp sú hugmynd að annað hvort slökkva alveg fyrir þann möguleika að menn geti tjáð sig undir færslurnar, eða birta svo miklar rangfærslur að það hálfa væri nóg, bara til að sjá hvort það kveikti í hjá mönnum.

Hér koma myndir af einum báti, en án þess að þær séu í réttri röð eða sagan komi í rituðu máli undir myndunum. Hvort það var þessi bátur eða annar sem engin saga fylgdi var bara tilviljun.


                                 1043. Hafdís SU 24 © mynd Þór Jónsson


                    1043. Sigurður Lárusson SF 110 © mynd Snorrason


                         1043. Akurey SF 41 © mynd af google, sverriralla


                        1041. Vísir ÍS 171 © mynd Bjarni Sv. Benediktsson


                     1043. Vísir ÍS 171 © mynd Bjarni Sv. Benediktsson


                          1043. Vísir ÍS 171 © mynd Snorrason