27.03.2010 13:28

Bjóðin tekin um borð fyrir tugum ára

Hér koma tvær myndir sem sýna vinnubrögð fyrir mörgum tugum ára, Sést það bæði á bílategundunum og eins að þarna er verið með línubala úr timbri. Báðar eru myndirnar úr Keflavík og fylgdi upplýsingar, er mér voru færðar myndirnar, um tvo af mönnunum á annarri myndinni.


   Bjóðin tekin um borð. Vitað er um nöfn á tveimur mannana, en annar frá hægri sem lútir höfði á að vera Garðar Magnússon, Ketilssonar úr Höfnum. En Garðar þessi bjó lengi að Faxabraut 11 í Keflavík  og sá með húfuna sem horfir til hans og er 4 frá hægri er Vikar heitinn Árnason, pabbi Árna heitins Vikarssonar skipstjóra.


                      Bjóðunum ekið um borð © myndir í eigu Emils Páls