25.03.2010 19:29
Fjögur kolmunaskip í höfn á Neskaupstað
Vilhelm Þorsteinsson EA kom í land núna á Neskaupstað um sexleitið til löndunar og fer áhöfnin síðan í frí en lítil veiði er á kolmunamiðunum. Þar með eru 4 skip þar í höfn, Börkur, Bjarni Ólafsson, Vilhelm Þorsteinsson og Erica sem kom aðfaranótt 23. mars. Sökum veðurs var myndastöku sleppt að sinni en nú er á Neskaupstað norðaustan strekkingsvindur og rigningaslydda, samkvæmt frétt frá Bjarna G.
Skrifað af Emil Páli
