25.03.2010 00:00
Hafði verið dæmdur ónýtur á strandstað, en siglir þó enn og er í fullri útgerð
Bátur sá sem fjallað er nú um hefur þrátt fyrir að hafa verið smíðaður 1963, aðeins borið fjögur nöfn og er enn í fullri drift. Þessi sami bátur strandaði tvisvar á fyrstu 10 árum sínum og í fyrra strandinu var hann dæmdur ónýtur á strandstað og ætlaði tryggingafélagið að greiða hann út, en honum var engu að síður bjargað. Í síðara strandinu urðu mjög miklar skemmdir á bátnum.

237. Bjarmi II EA 110, nýr á heimleið © mynd af google, ljósm.: ókunnur

237. Bjarmi II EA 100, á leið inn Hafnarfjörð © mynd Snorri Snorrason

237. Hrungnir GK 50, í höfn í Grindavík © mynd Emil Páll

237. Hrungnir GK 50 © mynd af heimasíðu Vísis

237. Hrungnir GK 50, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson

Stýrishúsið af 237. Fjölni SU 57 © mynd Kjartan Viðarsson

237. Fjölnir SU 57, í Njarðvíkurslipp © mynd Markús Karl Valsson
Smíðanúmer 164 hjá Framnes Mek. Verksted A/S, Sandefjord, Noregi 1963. Kom til Dalvíkur 3. feb. 1964. Lengdur Noregi 1966. Yfirbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., Njarðvík 1983. Lengdur aftur 1990. Endurbættur hjá Astilleros Pasajes, San Sebestian, Spáni 1999. Veltitankur settur í skipið í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 2007.
Strandaði á Loftstaðarfjöru austan Stokkseyrar 6. mars 1967. Náðist af strandstað rúmum þremur vikur síðar og var tekinn í slipp til viðgerðar Var það Björgun hf. sem bjargaði bátnum, en þegar þeir komu að verkinu var búið að lýsa því yfir að björgun væri vonlaus og ætlaði Samvinnutryggingar að borga bátinn út.
Endurbyggður hjá Dráttarbrautinni hf., Neskaupstað, eftir að hafa strandað í annað sinn og nú við Hvalbak 29. jan. 1973. Náðist hann þar út mikið skemmdur.
Nöfn: Bjarmi II EA 110, Reykjanes GK 50, Hrungnir GK 50 og núverandi nafn: Fjölnir SU 57.

237. Bjarmi II EA 110, nýr á heimleið © mynd af google, ljósm.: ókunnur

237. Bjarmi II EA 100, á leið inn Hafnarfjörð © mynd Snorri Snorrason

237. Hrungnir GK 50, í höfn í Grindavík © mynd Emil Páll

237. Hrungnir GK 50 © mynd af heimasíðu Vísis

237. Hrungnir GK 50, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson

Stýrishúsið af 237. Fjölni SU 57 © mynd Kjartan Viðarsson

237. Fjölnir SU 57, í Njarðvíkurslipp © mynd Markús Karl Valsson
Smíðanúmer 164 hjá Framnes Mek. Verksted A/S, Sandefjord, Noregi 1963. Kom til Dalvíkur 3. feb. 1964. Lengdur Noregi 1966. Yfirbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., Njarðvík 1983. Lengdur aftur 1990. Endurbættur hjá Astilleros Pasajes, San Sebestian, Spáni 1999. Veltitankur settur í skipið í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 2007.
Strandaði á Loftstaðarfjöru austan Stokkseyrar 6. mars 1967. Náðist af strandstað rúmum þremur vikur síðar og var tekinn í slipp til viðgerðar Var það Björgun hf. sem bjargaði bátnum, en þegar þeir komu að verkinu var búið að lýsa því yfir að björgun væri vonlaus og ætlaði Samvinnutryggingar að borga bátinn út.
Endurbyggður hjá Dráttarbrautinni hf., Neskaupstað, eftir að hafa strandað í annað sinn og nú við Hvalbak 29. jan. 1973. Náðist hann þar út mikið skemmdur.
Nöfn: Bjarmi II EA 110, Reykjanes GK 50, Hrungnir GK 50 og núverandi nafn: Fjölnir SU 57.
Skrifað af Emil Páli
