24.03.2010 16:14

Fagravík GK 161 og óþekktur togar - sennilega Odra

Þessar myndir tók ég af Vatnsnesi í Keflavík rétt fyrir kl. 16 í dag með aðeins 200 mm linsu og því var ég hissa hvað mér tókst vel að ná togaranum óþekkta þar sem hann var að nálgast Garðskaga á leið af höfuðborgarsvæðinu. Hver togarinn er veit ég ekki, þar sem annað staðsetningakerfið var alveg úti og hitt með það miklar truflanir að ég náði ekki að sjá hvaða skip hér var á ferðinni. Auk togarans er á myndum í syrpu þessari 7194. Fagravík GK 161 sem var á leið í Grófina í Keflavík. Samkvæmt ábendingu er hér sennilega um að ræða Samherjatogarann Odra á leið frá Hafnarfirði


    7194. Fagravík GK 161 og óþekktur togari úti í Faxaflóa á leið fyrir Garðskaga


                  Togarinn óþekkti, en vonandi þekkir einhver lesandi hann?


    7194. Fagravík GK 161, siglir þvert yfir Stakksfjörðinn, fyrir Vatnsnesið og inn á Keflavíkina


      7194. Fagravík GK 161, siglir inn Keflavíkina á leið sinni í Grófina, með Hólmsbergið í baksýn © myndir Emil Páll, 24. mars 2010