23.03.2010 21:33

Reykjaborg RE 25 / Stapavík SI 4 / Víkurberg GK 1 / Sunnutindur SU 59

Þessi bátur náði því að verða fertugur hér á landi áður en hann fór í pottinn og það sem er enn merkilegra er að á þessum fjórum áratugum bar hann aðeins fjögur nöfn og eru myndir af þeim öllum hér með. Að vísu var hann seldur á norðvesturlandið, en  þrátt fyrir það var hann ekki umskráður.


                             979. Reykjaborg RE 25 © mynd Snorri Snorrason


              979. Stapavík SI 4 © mynd Sksiglo.is


                                      979. Víkurberg GK 1 © mynd Snorrason


                  979. Sunnutindur SU 59, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson

Smíðanúmer 167 hjá Framnes Mek. Verksted A/S, Sandefjord, Noregi 1964, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Stækkaður 1966. Yfirbyggður Stálvík hf., Arnarvogi, Garðahreppi 1966, Lengdur Noregi 1976 og hjá Herði hf., Njarðvik 1988 og skutur þá einnig sleginn út. Lengdur og endurbættur hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1996 og sjósettur úr þeirri aðgerð 25. október 1996. Seldur til Danmerkur i brotajárn í maí 2004.

Vísir hf., Grindavík gerðist aðaleigandi af Búlandstindi hf., Djúpavogi í desember 1998 og varð því þar með í raun eigandi Sunnutinds SU.

Nöfn: Reykjaborg RE 25, Stapavík SI 4, Víkurberg GK 1 og Sunnutindur SU 59.