22.03.2010 21:18
Bátalíkön Gríms Karlssonar
Líkön af Sigurði SI 90, Ingiber Ólafssyni GK 35 og Maríu Júlíu á sýningunni í Grindavík © mynd grindavík.is
Bátalíkön sem Grímur Karlsson smíðaði af skipum úr íslenska fiskiskipaflotanum hafa verið til sýnis á þriðju hæð í Krosshúsum í Grindavík eða í sama húsi og kaffihúsið Bryggjan er. Sem kunnugt er flutti Grímur erindi á Bryggjunni um bátasagnfræði og lánaði hann töluvert af bátalíkönum sem eru til sýnis á gömlu kaffistofu Krosshússins.
Í kvöld var síðasta tækifærið til þess að skoða bátalíkönin sem eru mikil völundarsmíð.
Frá sýningunni í Grindavík sem lauk í kvöld © myndir og heimild grindavik.is
Mun ég þó gera líkönum Gríms Karlssonar, sérstök skil, með heimsókn í höfuðstöðvarnar í Duushúsum í Keflavík. Mun það gerast einhvern tíman á næstu vikum.
