21.03.2010 18:17
Sigurður Ólafsson SF 44 kemur úr fyrsta humartúr vertíðarinnar
Loftur Jónsson á Hornafirði sendi mér myndir af Sigurði Ólafssyni þegar hann var að koma úr fyrsta humartúr þessarar vertíða þann 18 mars. Ekki vissi hann ekki hvað þeir lönduðu miklu, en heyrst hafi að það var töluvert af fiski sem kom með og var hann allur fullur af hringningarloðnu, svo það lítur út fyrir að eitthvað sé enn að ganga af henni þarna fyrir utan.
Mun Loftur senda myndir á síðuna af og til í framtíðinni.

173. Sigurður Ólafsson SF 44, kemur til Hornafjarðar úr fyrsta humartún vertíðarinnar
© myndir Loftur Jónsson 18. mars 2010
Skrifað af Emil Páli
