21.03.2010 12:38
Víkurberg GK 1 / Sighvatur GK 57
Eins og sést á þessum eru þeir nokkrir sem eru orðnir tuga ára gamlir og hafa síðan farið í gegn um margar breytingar og eru enn í fullum gangi, hér er einn þeirra. Fremur fáar myndir eru til að eldri árunum og raunar hef ég bara yfir einni að ráða sem kemur hér.
975. Víkurberg GK 1 © mynd Jón Páll
975. Sighvatur GK 57 © mynd úr Faxa
975. Sighvatur GK 57, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson
975. Sighvatur GK 57 © mynd Þorgeir Baldursson 2006
975. Sighvatur GK 57, kemur til Njarðvíkur © mynd Emil Páll
975. Sighvatur GK 57 í Njarðvik © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 411 hjá Veb. elber Werft, Boizenburg, Þýskalandi 1965. Yfirbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1982. Ný brú og nýr skutur hjá Stálsmiðjunni hf., Reykjavík 1989. Lengdur hjá Morska Stocznia, Swinoujacie, Póllandi 1997. Nýjar innréttingar og byggt yfir að aftan í Póllandi 2003. Veltitankur settur í hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 2007. Er nú í stórviðgerð hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur vegna tjóns sem varð er skipið fékk á sig brotsjó á Húnaflóa sl. haust.
Smíðað sem fiskiskip, varð síðan hafrannsóknarskip við Grænhöfðaeyjar 1980-1982 og aftur fiskiskip.
Kom nýr til Neskaupstaðar 14. maí 1965.
Afsal til Fiskaness var gefið út 29. jan. 1972.
Nöfn: Bjartur NK 121, Grímseyingur GK 605, Víkurberg GK 1, Bjartur, Bjartur GK 57 og núverandi nafn: Sighvatur GK 57 (frá 1982)
