21.03.2010 11:36
Vitaskipið Spurn - Hvað vita menn um það?
Svafar Gestsson sendi þessar myndir sem hann fann í fórum sínum og voru teknar af gamla vitaskipinu Spurn sem var eitt sinn vitaskip í minni Humberfljóts. Segir hann þetta um skipið: Eflaust muna margir gamlir sjómenn sem sigldu á Hull og Grimsby hér á árum áður eftir þessu skipi en í dag er það safn í einni dokkinni í Hull. Telur hann sig hafa tekið þessar myndir árið 91 eða 92 í sölutúr á Geira Péturs í Hull.
Gaman væri ef að einhver kæmi með upplýsingar um þetta skip.


Vitaskipið Spurn © myndir Svafar Gestsson 1991 eða 1992
Skrifað af Emil Páli
