20.03.2010 17:29

Nýjar myndir af Ingu NK 4

Félagi okkar á Neskaupstað tók í dag myndir af Ingu NK 4, en búið er að merkja bátinn á stjórnborðshliðinni, en mála yfir eldra nafnið Ásdís GK 218 á báðum hliðum. Segja má því að hér komi nýjar og ferskar myndir frá Neskaupstað sem Bjarni Guðmundsson hefur tekið fyrir síðuna.






    2395. Inga NK 4 ex Ásdís GK 218, á Neskaupstað © myndir Bjarni G. 20. mars 2010