20.03.2010 17:25

Jón Forseti ÍS 85

Á dögunum þegar ég birti myndaseríu af bátnum sem hefur skipaskrárnúmerið 992, vantaði örfáar myndir og hafði Guðmundur St. þá samband og sagðist eiga einhversstaðar í fórum sínum þessar myndir sem hann myndi senda mér er hann finndi þær. Hefur hann þegar sent mér mynd af bátnum er hann hét Jón forseti ÍS 85, en segist vita að einhverstaðar sé hjá honum mynd af bátnum með ÓF nr. og muni senda hana þegar hann er búinn að finna hana. Sendi ég honum kærar þakkir fyrir þetta og birti myndina sem hann sendi mér.


                       992. Jón forseti ÍS 85 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson