20.03.2010 16:20

Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 / Sigurður Bjarnason GK 100

Þessi er stálbátur sem var gerður út í á þriðja áratug og bar alls 6 til 7 nöfn, en engu virðist vonlaust að finna myndir af nöfnum bátsins. Raunar fóru leikar þannig að ég birti núna þrjár myndir af tveimur nöfnum. En tvær myndanna komu með öðrum leiðum, en af netinu og þar sem ég sé ekki að mér takist að safna fleiri myndum af bátnum læt ég þetta fara, eins og staðan er.


   68. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 © mynd Snorrason


             68. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 © mynd úr safni Guðjóns Ólafssonar frá 1962


                         68. Sigurður Bjarnason GK 100 © mynd Þór Jónsson

Smíðanúmer 196/10 hjá Skaalurens Skipsbyggeri, Rosendal, Noregi 1959. Lengdur 1966. Talinn ónýtur 26. júní 1987. Sökkt 70 sm. V. af Reykjanesi 18. maí 1989.

Nöfn: Guðrún Þorkelsdóttir SU 211, Ásgeir Kristján ÍS 103, Bergá SF 3, Stígandi VE 77, Kristinn ÓF 30, Sigurður Bjarnason GK 100 og Sigurður Bjarnason GK 186.