20.03.2010 10:01
Stefán Árnason SU 85 / Sigurður Ólafsson SF 44 / Mars KE 197 / Guðvarður ÓF 44
Hér er einn af eikarbátunum frá 1955. bátur sem síðan var endurbyggður og lengdur og að lokum seldur úr landi. Ekki fór hann þó, heldur lá í höfn úti á landi, þar til ákveðið var að draga hann í höfn á suðvesturhorninu, en sökk á leiðinni.

787. Stefán Árnason SU 85 © mynd Snorrason

787. Sigurður Ólafsson SF 44 © mynd Snorrason

787. Mars KE 197 © mynd Snorrason

787. Guðvarður ÓF 44 © mynd Hafþór Hreiðarsson
Smíðaður í Fredriksund í Danmörku 1955 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Endurbyggður og lengdur í Njarðvik 1970-1971. Stórviðgerð Keflavík 1981-1982.
Skrifað var undir kaupin til Baldurs hf. 10. sept. 1980, en báturinn kom í fyrsta sinn til heimahfnar 21. des. 1980, enda ekki afhentur fyrr en í des.
Sem Þerney KE 33, strandaði báturinn í Keflavíkurhöfn 17. jan. 1970 og var bjargað af Björgun hf.
Báturinn var úreltur í febrúar 1991 og seldur úr landi 13. nóv það ár samkvæmt skipaskrá. Báturinn lá þó í Ólafsfjarðarhöfn þar til um miðjan jan. 1995 að draga átti hann til Garðabæjar, en á leiðinni sökk hann út af Hornbjargi á Vestfjörðum. Þá vissu yfirvöld ekki annað en að báturinn hefði verið seldur úr landi á sínum tíma.
Nöfn: Stefán Árnason SU 85, Þerney KE 33, Sigurður Ólafsson SF 44, Sigurður Sveinsson SH 36, Marz KE 197, Marz ST 150, Marz ÓF 44 og Guðvarður ÓF 44.

787. Stefán Árnason SU 85 © mynd Snorrason

787. Sigurður Ólafsson SF 44 © mynd Snorrason

787. Mars KE 197 © mynd Snorrason

787. Guðvarður ÓF 44 © mynd Hafþór Hreiðarsson
Smíðaður í Fredriksund í Danmörku 1955 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Endurbyggður og lengdur í Njarðvik 1970-1971. Stórviðgerð Keflavík 1981-1982.
Skrifað var undir kaupin til Baldurs hf. 10. sept. 1980, en báturinn kom í fyrsta sinn til heimahfnar 21. des. 1980, enda ekki afhentur fyrr en í des.
Sem Þerney KE 33, strandaði báturinn í Keflavíkurhöfn 17. jan. 1970 og var bjargað af Björgun hf.
Báturinn var úreltur í febrúar 1991 og seldur úr landi 13. nóv það ár samkvæmt skipaskrá. Báturinn lá þó í Ólafsfjarðarhöfn þar til um miðjan jan. 1995 að draga átti hann til Garðabæjar, en á leiðinni sökk hann út af Hornbjargi á Vestfjörðum. Þá vissu yfirvöld ekki annað en að báturinn hefði verið seldur úr landi á sínum tíma.
Nöfn: Stefán Árnason SU 85, Þerney KE 33, Sigurður Ólafsson SF 44, Sigurður Sveinsson SH 36, Marz KE 197, Marz ST 150, Marz ÓF 44 og Guðvarður ÓF 44.
Skrifað af Emil Páli
