20.03.2010 10:01

Stefán Árnason SU 85 / Sigurður Ólafsson SF 44 / Mars KE 197 / Guðvarður ÓF 44

Hér er einn af eikarbátunum frá 1955. bátur sem síðan var endurbyggður og lengdur og að lokum seldur úr landi. Ekki fór hann þó, heldur lá í höfn úti á landi, þar til ákveðið var að draga hann í höfn á suðvesturhorninu, en sökk á leiðinni.


             787. Stefán Árnason SU 85 © mynd Snorrason


           787. Sigurður Ólafsson SF 44 © mynd Snorrason


                                  787. Mars KE 197 © mynd Snorrason


                         787. Guðvarður ÓF 44 © mynd Hafþór Hreiðarsson

Smíðaður í Fredriksund í Danmörku 1955 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Endurbyggður og lengdur í Njarðvik 1970-1971. Stórviðgerð Keflavík 1981-1982.

Skrifað var undir kaupin til Baldurs hf. 10. sept. 1980, en báturinn kom í fyrsta sinn til heimahfnar 21. des. 1980, enda ekki afhentur fyrr en í des.

Sem Þerney KE 33, strandaði báturinn í Keflavíkurhöfn 17. jan. 1970 og var bjargað af Björgun hf.

Báturinn var úreltur í febrúar 1991 og seldur úr landi 13. nóv það ár samkvæmt skipaskrá. Báturinn lá þó í Ólafsfjarðarhöfn þar til um miðjan jan. 1995 að draga átti hann til Garðabæjar, en á leiðinni sökk hann út af Hornbjargi á Vestfjörðum. Þá vissu yfirvöld ekki annað en að báturinn hefði verið seldur úr landi á sínum tíma.

Nöfn: Stefán Árnason SU 85, Þerney KE 33, Sigurður Ólafsson SF 44, Sigurður Sveinsson SH 36, Marz KE 197, Marz ST 150, Marz ÓF 44 og Guðvarður ÓF 44.