19.03.2010 14:10
Gunnar Hámundarson GK 357
Ýmsir gamlir sjóarar og aðrir með sjómannsblóð í æðum hópuðust í hádeginu og eftir hádegi niður á Keflavíkurhöfn og ekki er laust við að gamlar minningar hafi sprottið fram þegar Gunnar Hámundarson GK 357 kom siglandi til Keflavíkur að vísu aðeins frá Njarðvik, en þó fyrir eigin vélarafli. Höfðu menn á orði að það hefði alltaf vantað bátinn í Keflavíkurhöfn og í sitt gamla stæði sem hann lagðist nú í. Honum hefði ekki líkað vel í Njarðvikurhöfn, auk þess sem hann væri nær heimahöfninni Garði, ef hann væri í Keflavík, en Keflavík hefði verið sú höfn sem hann réri oftast frá.
Annars er það að segja að þessum gamla báti, sem hefur smíðanúmer 1 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, frá árinu 1954 er að samkvæmt heimildum mínum stendur ekki annað til en að klæða hann í ný föt þ.e. mála og halda vel við, hvað svo sem framtíðin bíður uppá, en vitað er að þeir eru margir sem hafa viljað kaupa bátinn, en ekkert hefur þó orðið úr sölu á honum og því með öllu óvíst hvort hann verður nokkuð seldur.

500. Gunnar Hámundarson GK 357, nýkominn að nýju í sitt gamla pláss í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 19. mars 2010
Annars er það að segja að þessum gamla báti, sem hefur smíðanúmer 1 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, frá árinu 1954 er að samkvæmt heimildum mínum stendur ekki annað til en að klæða hann í ný föt þ.e. mála og halda vel við, hvað svo sem framtíðin bíður uppá, en vitað er að þeir eru margir sem hafa viljað kaupa bátinn, en ekkert hefur þó orðið úr sölu á honum og því með öllu óvíst hvort hann verður nokkuð seldur.

500. Gunnar Hámundarson GK 357, nýkominn að nýju í sitt gamla pláss í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 19. mars 2010
Skrifað af Emil Páli
