19.03.2010 00:00
Síðasta ferð Baldurs KE 97
Föstudaginn 29. ágúst 2003, var Baldur KE 97 fluttur frá Keflavíkurhöfn og landleiðina í Grófina, þar sem hann stendur nú sem safngripur. Þá tók ég meðfylgjandi myndasyrpu, sem ég birti á einum af mínum fyrstu dögum sem aðstoðarmaður Þorgeirs Baldurssonar á síðu hans, en set nú hér inn á síðuna mína. Jafnfram verður saga bátsins rakin og sagt frá nokkrum staðreyndum varðandi bátinn.







311. Baldur KE 97, fluttur í Grófina, Keflavík © myndir Emil Páll 29. ágúst 2003
Smíðaður hjá Djupviksbaatvarv, Djupvik, Svíþjóð 1961, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Var báturinn 38. báturinn sem sú skipasmíðastöð smíðaði fyrir Íslendinga.
Bátur þessi var fyrsti frambyggði fiskibáturinn á Íslandi.
Sjósettur 18. febrúar 1961 og gaf Hróbjartur Guðjónsson honum nafn. Kom hann í fyrsta sinn til Keflavíkur 19. mars 1961 og endaði sinn feril sem safngripur í Grófinni.
Áður en að þeim endalokum kom, var báturinn gerður út af Nesfiski hf. í Garði og gaf fyrirtækið Ólafi Björnssyni bátinn þann 10. mars 2005, en þann dag voru liðin 42 ár frá því að Ólafi var afhentur báturinn í Svíþjóð. Áður hafði báturinn að vísu komið til Keflavíkur, þar sem til stóð að afhenda hann, en það var 1.mars 2003 og síðan var hann fluttur landleiðis út í Gróf, föstudaginn 29. ágúst 2003. Var hann skráður sem safngripur í skipaskrá 2004.
Ólafur og Hróbjartur gerðu bátinn út undir nafninu Baldur hf. í rúm 25 ár og síðan flutti hann milli nokkra eiganda, eða þar til Njáll hf. í Garði og móðurfyrirtækið Nesfiskur hófu útgerð á honum árið 1990 og þá varð hann Baldur GK 97.







311. Baldur KE 97, fluttur í Grófina, Keflavík © myndir Emil Páll 29. ágúst 2003
Smíðaður hjá Djupviksbaatvarv, Djupvik, Svíþjóð 1961, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Var báturinn 38. báturinn sem sú skipasmíðastöð smíðaði fyrir Íslendinga.
Bátur þessi var fyrsti frambyggði fiskibáturinn á Íslandi.
Sjósettur 18. febrúar 1961 og gaf Hróbjartur Guðjónsson honum nafn. Kom hann í fyrsta sinn til Keflavíkur 19. mars 1961 og endaði sinn feril sem safngripur í Grófinni.
Áður en að þeim endalokum kom, var báturinn gerður út af Nesfiski hf. í Garði og gaf fyrirtækið Ólafi Björnssyni bátinn þann 10. mars 2005, en þann dag voru liðin 42 ár frá því að Ólafi var afhentur báturinn í Svíþjóð. Áður hafði báturinn að vísu komið til Keflavíkur, þar sem til stóð að afhenda hann, en það var 1.mars 2003 og síðan var hann fluttur landleiðis út í Gróf, föstudaginn 29. ágúst 2003. Var hann skráður sem safngripur í skipaskrá 2004.
Ólafur og Hróbjartur gerðu bátinn út undir nafninu Baldur hf. í rúm 25 ár og síðan flutti hann milli nokkra eiganda, eða þar til Njáll hf. í Garði og móðurfyrirtækið Nesfiskur hófu útgerð á honum árið 1990 og þá varð hann Baldur GK 97.
Skrifað af Emil Páli
