17.03.2010 21:16

Inga NK 4 og Sæborg GK 68

Eins og menn muna urðu eigandaskipti af útgerð og fiskvinnslu þrotabús Festis og tók þá fyrirtækið Völusteinn við rekstrinum. Jafnhliða voru þrjú skipa sem áður voru í eigu Festi sett á söluskrá og var Ásdís GK 218 seld til Neskaupstaðar, þar sem hún hefur nú fengið nafnið Inga NK 4 og Anna GK 540 var seld til Grindavíkur þar sem sá bátur hefur fengið nafnið Sæborg GK 68. Þriðji báturinn sem settur var á söluskrá Hafdís GK 118 er enn óseldur. Að auki hefur frést að því að áhöfn Baddýar GK 116 hafi verið sagt upp.


                           2395. Ásdís GK 218, nú Inga NK 4 © mynd Emil Páll


               2641. Anna GK 540, nú Sæborg GK 68 © mynd Þór Jónsson