16.03.2010 21:55

Sigrún ÍS 113 / Nausti NK 97 /Eldhamar GK 13 / Geir goði GK 245 / Geir goði RE 245.

Af því að svo mikið hefur verið fjallað um Geir goða RE 245 síðustu daga hér á síðunni, þótti mér rétt að birta í kvöld sögu bátsins og þá myndir af honum í útgerð, en ekki eins og þær sem birtst hafa að undanförnu. Kom það mér mjög á óvart að ég fann aðeins myndir af fimm nöfnum á vefnum, en báturinn hefur borið 10 nöfn fram til þessa dags. Engu að síðu birti ég þær myndir og segi sögu bátsins.


   1115. Sigrún ÍS 113 © mynd af síðu Markúsar Karls Valssonar, úr safni Halldórs Magnússonar


                             1115. Nausti NK 97 © mynd Hreiðar Olgeirsson


                       1115. Eldhamar GK 13 © mynd Snorrason


                       1115. Geir goði GK 245 © mynd Snorrason


                       1115. Geir goði RE 245 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2003


                             1115. Geir goði RE 245 © mynd Hafþór Hreiðarsson

Smíðanúmer 43 hjá Skipasmíðastöð M. Bernhardssonar hf., Ísafirði 1970. Hækkaður og lengdur 1980.

Bátnum var lagt í Reykjavík fyrir fjölda ára og hefur verið þar þangað til 19. febrúar sl. að Þjótur dró bátinn til Njarðvíkur og þar var hann í gær, 15. mars 2010  tekinn upp í Skipasmíðastöð Njarðvikur hf. og var ansi loðinn að neðan eins og það er kallað og kemur best fram á myndum sem ég birti af honum í morgun.

Nöfn: Kópur SU 154, Kópur ÍS 100, Berghildur SI 137, Sigrún ÍS 113,  Nausti NK 97, Eldhamar GK 13,  Stakkur KE 16, Geir goði GK 245, Gvendur á Skarði RE 245 og aftur og núverandi nafn: Geir goði RE 245.