16.03.2010 10:43

Guðbjörg GK 220 / Sæunn GK 220 / Geir goði GK 220 / Geir goði FIN 116K

Þetta skip er eitt þriggja systurskipa sem smíðuð voru fyrir íslendinga og var gert út hérlendis í rúm 30 ár en þá selt til Finnlands, og sökk fljótlega eftir það. Meðan það var hérlendis var það þó selt úr landi til Svíþjóðar, en keypt fljótlega aftur. Vita menn hver voru systurskipin? Ég mun ekki segja frá því fyrr en eftir um sólarhring, til að gefa mönnum kost á að geta fyrst.


     242. Guðbjörg GK 220 © mynd af google, ljósm.: ókunnur


              242. Guðbjörg GK 220 © mynd siglo.sk


                          242. Sæunn GK 220, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll


                 242. Geir goði GK 220, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll


                            220. Geir goði GK 220 © mynd Snorrason


   242. Geir goði GK 220, í Hafnarfirði, meðan það var í eigu
Svíanna og lá þar. Margir sem hafa skoðað þessa mynd
hafa haft gaman að henni fyrir þá sök að báturinn liggur utan
á Dagfara með gömlu brúnna, en yfirbyggðum og með
hækkuðum keis undir brúnni, en mjög fáar myndir sýna hann
þannig   © mynd Emil Páll 1978


                     Geir goði FIN 116K í Finnlandi © mynd af heimasíðu Álasunds

Smíðanúmer 48 hjá Marstrand Mekanisk Verksted A/S, Marstrand Svíþjóð 1963. Seldur úr landi til Svíþjóðar í apríl 1978 og keyptur til baka í oktober það ár og lá þennan tíma í Hafnarfirði. Seldur síðan aftur úr landi og þá til Finnlands 24. apríl 1996. Sökk á togveiðum í miklu óveðri 1998, ekki langt frá þeim stað sem ferjan Estoni sökk.

Bátur þessi var einn af þremur systurskipum sem smíðuð voru fyrir íslendinga og ég spyr hver voru hin? Komi ekki svör birti ég rétt svör á morgun.

Nöfn: Guðbjörg GK 220, Sæunn GK 220, Geir goði GK 220 og Geir goði FIN 116K.