16.03.2010 07:23

Loðna úr Barentshafinu til Fáskrúðsfjarðar í gær

Af vef Hoffells SU 80:

Síðdegis í gær kom norski báturinn Staaløy til Fáskrúðsfjarðar til löndunar hjá Loðnuvinnslunni farmurinn er loðna úr Barenthafinu c.a.1200 tonn meiningin var að kútta aflann og frysta hrognin en að sögn er hrognafyllingin 19% og er þetta mikil búbót núna þegar loðnuvertíð íslenskra skipa er lokið þetta er sennilega í fyrsta skifti sem loðnu er landað á Íslandi sem veidd er í Barentshafinu er samt ekki alveg viss von er á öðrum bát síðar í vikunni en fjögra sólarhringa stím er af miðunum til Fáskrúðsfjarðar.

                                              Á siglingu við Eyri....

                                            ... og  nálgast bryggju

                                          Glæsilegt skip © myndir Óðinn Magnason