16.03.2010 00:00

Aðeins eina mynd vantar og því birtast myndir af 7 nöfnum af 8

Hér kemur systurskip 1028, sem var hér aðeins neðar á síðunni og þetta er enn til, en þó ekki hér á landi. Myndir birtast af þessum sjö nöfnum: Sléttanes ÍS 710, Sölvi Bjarnason BA 65, Eyjaver VE 7, Skarfur GK 666, Faxaborg SH 207, Lucky Star og Faxaborg. Það nafn sem engin mynd er með er Fylkir NK 102.


            1023. Sléttanes ÍS 710 © mynd úr safni Tryggva Sig.


                   1023. Sölvi Bjarnason BA 65 © mynd af google, ljósm.: ókunnur


                   1023. Sölvi Bjarnason BA 65 © mynd Snorrason


                           1023. Eyjaver VE 7 © mynd Snorrason


                                  1023. Skarfur GK 666 © mynd batarogskip


                             1023. Skarfur GK 666 © mynd Snorrason


                   1023. Skarfur GK 666 í höfn í Grindavík © mynd Emil Páll 2003


   1023, Faxaborg SH 207 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson 2007


                         Lucky Star, á Stakksfirði © mynd Emil Páll, febrúar 2009


              Lucky Star, í Færeyjum © Regin Thorkilsson, Shipspotting 2009


                Faxaborg ex Lucky Star, í Hollandi © mynd Shipspotting 2009

Smíðanúmer 438 hjá V.E.B. Elbe Werft, Boizenburg, Þýskalandi 1967, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður 1984. Seldur út landi til Grikklands með heimahöfn í Zansibar í Tansaniu í nóv. 2008, en fór ekki fyrr en í feb. 2009. Síðan selt aftur og nú til Hollands með heimahöfn í Freetown, Sierra Leone.

Eftir að báturinn var seldur úr landi stóð til að breyta honum í þjónustubát fyrir túnfiskveiðskip. Fór hann frá Ólafsvík 20. febrúar 2009, en þó ekki langt, því hann lá inni á Keflavíkinni 21. febrúar, sennilega vegna slæmrar veðurspár og hefur það sennilega verið síðasti viðkomustaðurinn hérlendis. Komst þó aldrei nema til Kinsali á Suður-Írlandi, en þar strauk skipstjórinn frá borði og aðrir áhafnarmeðlimir voru handteknir af lögreglu og þannig stóðu málin þar til skipið var selt til Hollands.

Sem Skarfur GK 666 vann skipið til fjölda viðurkenninga undir skipstjórn Péturs heitins Jóhannssonar, Keflavík. Fyrir utan að vera með aflahæstu skipum, fékk það viðureknningu frá Fiskmarkaði Suðurnesja fyrir góð gæði og ísun aflans. Einnig viðurkenningu frá Siglingamálastofnun ríkisins fyrir góða umhirðu og gott ástand öryggismála.

Nöfn: Sléttanes ÍS 710, Sölvi Bjarnason BA 65, Eyjaver VE 7, Fylkir NK 102, Skarfur GK 666, Faxaborg SH 207, Lucky Star og í Hollandi fékk það nafnið Faxaborg, og er með það að ég held ennþá.