15.03.2010 17:30

Undur og stórmerki gerast enn

Á undanförnum misserum hefur maður orðið þess var hvað eftir annað að smábátar og stærri allt upp í litla togara, sem legið hafa í höfnum og flestir töldu að ekkert annað væri eftir en förgun, hafa verið tekin upp í slipp eða annað til viðgerðar og eru sum þeirra þegar komin með haffærisskírteini og önnur eru í viðgerð. Í dag gerðist það að einn af stálbátunum sem legið hefur í Reykjavíkurhöfn í fjölda ára og var fyrir nokkru dreginn til Njarðvíkur, var tekinn upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Hér er á ferðinni Geir goði RE 245 og við það tækifæri tók ég smá myndasyrpu er hafnarstarfsmenn komu á hafnsögubátnum Auðunni og dró hann að slippbryggjunni.










   1115. Geir goði RE 245 og 2043. Auðunn í Njarðvik í dag og þessari neðstu er Auðunn búinn að skila bátnum af sér að slippbryggjunni í Njarðvik og á myndinni hér fyrir neðan sést Geir goði vera að komast í sleðann  © myndir Emil Páll, 15. mars 2010