14.03.2010 16:44
Hersir HF 227 / Vigdís Helga VE 700 / Gissur hvíti SF 55
Hér er á ferðinni skip sem upphaflega var smíðað sem eins þilfara síðutogari til veiða á bræslufiski, sen eftir að byggt hafi verið yfir það var því breytt í línuveiðiskip.

1626. Hersir HF 227 © mynd Snorrason

1626. Hersir HF 227 © mynd Tryggvi Sig.

1626. Vigdís Helga VE 700 © mynd Snorrason

1626. Vigdís Helga VE 700 © mynd af heimasíðu Vísis

1626. Gissur hvíti SF 55 © mynd Þorgeir Baldursson 1998

1626. Gissur hvíti SF 55 © mynd Tryggvi Sig.
Smíðanúmer 20 hjá Saksköbing, Saksköbing í Danmörku 1976. Innflutt hingað 1982 og kom hingað til lands 28. júní það ár. Upphaflega smíðað sem eins þilfara síðutogari til veiða á bræðslufiski, en 1980 var byggt yfir skipið og því breytt til línuveiða. Sett var á það ný brú og umræddar breytingar framkvæmdar í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1997. Brú sú sem sett var á það hafði verið keypt notuð frá Noregi og átti að fara á 1361. Erling KE 45, en hann sökk áður en að þeim framkvæmdum kom. Kom brúin af norska skipinu Fröyvander.
Úreldingastyrkur var samþykktur í des. 1994, en ekki notaður. Skipið var selt til Írlands í febrúar 1996, en skilað aftur í sama mánuði og lá þá við bryggju í Njarðvík þar til það var tekið upp í Njarðvíkurslipp í janúar 1997. Vísir hf. hafði haft skipið á leigu í um eitt ár áður en þeir keyptu það kvótalaust. Fór það eina ferð milli Grænlands og Kanada í ársbyrjun 2005 og eftir það var því lagt í Kanada þangað til að það var selt til frumbyggja í Baffinslandi í Kanada í júlí 2005, Kom það til Reykjavíkur í viðgerð í byrjun ársins 2007 undir kanadíska nafninu..
Nöfn: Michelle-Cher, Hafrenningur GK 38, Hersir HF 227, Hersir ÍS 33, aftur Hersir HF 227, Hersir ÁR 2, Klettur SU 100, Nansen ÍS, aftur Klettur SU 100, Vigdís Helga VE 700, Gissur hvíti SF 55, Gissur hvíti GK 457 og í Kanada fékk það nafnið: Qujukoaq

1626. Hersir HF 227 © mynd Snorrason

1626. Hersir HF 227 © mynd Tryggvi Sig.

1626. Vigdís Helga VE 700 © mynd Snorrason

1626. Vigdís Helga VE 700 © mynd af heimasíðu Vísis

1626. Gissur hvíti SF 55 © mynd Þorgeir Baldursson 1998

1626. Gissur hvíti SF 55 © mynd Tryggvi Sig.
Smíðanúmer 20 hjá Saksköbing, Saksköbing í Danmörku 1976. Innflutt hingað 1982 og kom hingað til lands 28. júní það ár. Upphaflega smíðað sem eins þilfara síðutogari til veiða á bræðslufiski, en 1980 var byggt yfir skipið og því breytt til línuveiða. Sett var á það ný brú og umræddar breytingar framkvæmdar í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1997. Brú sú sem sett var á það hafði verið keypt notuð frá Noregi og átti að fara á 1361. Erling KE 45, en hann sökk áður en að þeim framkvæmdum kom. Kom brúin af norska skipinu Fröyvander.
Úreldingastyrkur var samþykktur í des. 1994, en ekki notaður. Skipið var selt til Írlands í febrúar 1996, en skilað aftur í sama mánuði og lá þá við bryggju í Njarðvík þar til það var tekið upp í Njarðvíkurslipp í janúar 1997. Vísir hf. hafði haft skipið á leigu í um eitt ár áður en þeir keyptu það kvótalaust. Fór það eina ferð milli Grænlands og Kanada í ársbyrjun 2005 og eftir það var því lagt í Kanada þangað til að það var selt til frumbyggja í Baffinslandi í Kanada í júlí 2005, Kom það til Reykjavíkur í viðgerð í byrjun ársins 2007 undir kanadíska nafninu..
Nöfn: Michelle-Cher, Hafrenningur GK 38, Hersir HF 227, Hersir ÍS 33, aftur Hersir HF 227, Hersir ÁR 2, Klettur SU 100, Nansen ÍS, aftur Klettur SU 100, Vigdís Helga VE 700, Gissur hvíti SF 55, Gissur hvíti GK 457 og í Kanada fékk það nafnið: Qujukoaq
Skrifað af Emil Páli
