14.03.2010 16:32

Gullfaxi SH 125 / Særún EA 251 / Brimnes BA 400

Skrokkurinn var smiðaður í Neskaupstað, en frágangur fór fram í Stykkishólmi fyrir 30 árum og báturinn er enn í útgerð.


                       1527. Gullfaxi SH 125 © mynd Snorrason


                         1527. Særún EA 251 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                     1527. Brimnes BA 800 © mynd Snorrason


   1527. Brimnes BA 800 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson 2009

Ekki er vitað um smíðanúmerið hjá Dráttarbrautinni hf., í Neskaupstað, en smíðanúmerið 19 hjá Skipavík hf., í Stykkishólmi árið 1979. Skrokkurinn var smíðaður í Neskaupstað, en fullnaðarfrágangur fór fram í Stykkishólmi. Afhentur 8. febrúar 1979. Lenging og nýr skutur o.fl. breytingar gerðar hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1999.

Var upphaflega smíðaður fyrir Síldarvinnsluna hf., Neskaupstað en þeir hættu við.

Kom í fyrsta sinn til Keflavíkur 2. nóv. 1991.

Nöfn: Nöfn: Gullfaxi SH 125, Særún EA 251 og núverandi nafn er: Brimnes BA 800.