13.03.2010 17:32
Óli Færeyingur SH 315
Segja má að atburðarrásin í kring um Gáskabátinn Gullbjörgu ÍS 666, sem senn mun fá nafnið Óli Færeyingur SH 315, hafi verið nokkuð furðuleg frá síðarihluta síðasta árs og fram til dagsins í dag. Hófst þetta með því, að er ljóst var að báturinn myndi lenda á uppboði virðist einhver hafa tekið vél bátsins upp í skuld og síðan var hann seldur á uppboði vélalaus og eignaðist þá Haraldur Árni Haraldsson bátinn og stóð til að draga hann frá Ísafirði til Bíldudals, en af einhverju ástæðum var lyftari að lyfta honum og rann þá báturinn út af og skall niður með þeim afleiðingum að hátt í eins metra löng sprunga kom á stefni bátsins neðan sjólínu. Var hann því drifin upp á flutningabíl og ekið með hann frá Ísafirði og suður í Sandgerði og þangað var komið með hann í 22. desember sl og þar var gert við hann hjá Sólplasti ehf. Segja má að þar með hafi báturinn næstum því verið kominn heim til föðurhúsanna því hann var framleiddur hjá Mótun ehf. í Njarðvík á sínum tíma.
Í dag fór bátunn aftur upp á flutningabíl, því nú var búið að selja hann til Rifs á Snæfellsnesi, þar sem hann mun fá nafnið Óli Færeyingur SH 315. Áður en að útgerð hefst verður sett niður í hann vél og báturinn málaður hátt og lágt og mun eigandi bátsins annast það í húsnæði í Ólafsvík.
Hér verðar birtar myndir af bátnum er teknar voru af honum er hann kom til Sandgerðis í viðgerðina og síðan er hann var tekin út úr húsi í dag og settur á flutningabílinn sem flutti hann á Snæfellsnesið. Einnig birtast myndir af hinum nýja eiganda bátsins, frænda hans og fulltrúa frá Sólplasti ehf. Þá verður saga bátsins rakin einnig.

2452. Gullbjörg ÍS 666 komin að bátasmiðju Sólplasts ehf., í Sandgerði © mynd Emil Páll 23. desember 2009





2452. Óli Færeyingur SH 315, tilbúinn til flutningsins á Snæfellsnesið

Frændurnir Snorri Birgisson (t.v.) sem var að hjálpa, Óla Olsen, eiganda bátsins

F.v. Kristján Nielsen, hjá Sólplasti, Óli Olsen, eigandi bátsins og Snorri Birgisson
© myndir Emil Páll 13. mars 2010

2452. Gullbjörg ÍS 666 © mynd Jón Páll 2007

2452. Gullbjörg ÍS 666 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson
Af gerðinni Gáski 960D frá Mótun ehf., í Njarðvík og var í raun nýsmíði nr. 3 frá þeirri stöðu, en fyrirtækið Eldafl í Njarðvík sá um niðursetningu á vél og tækjabúnaði. Var hann afhentur í des. 2000.
Nöfn: Gyllir ÍS 251, Brekey BA 136, aftur Gyllir ÍS 251, Gullbjörg ÍS 666 og nú fær hann nafnið Óli Færeyingur SH 315
Skrifað af Emil Páli
