13.03.2010 12:55
Spánskir ferðamenn með skemmtiferðaskipum fjölmenna til Reykjavikur
Grand Mistral
Í júlí og ágúst í sumar kemur spánska skemmtiferðaskipið Grand Mistral tvisvar sinnum til Reykjavíkur og stoppar í fyrra skiptið í 3 sólarhringa og síðan hefur skipið tveggja daga viðdvöl.
Farþegar með skipinu eru eingöngu Spánverjar og er þetta í fyrsta skipti sem Ísland er markaðssett á Spáni sérstaklega fyrir skemmtiferðaskip. Ferðatilhögun er þannig að skipið kemur frá Evrópu með 1200 farþega sem fara af skipinu í Reykjavík og farþegar koma til Reykjavíkur flugleiðina frá Barcelona og Madrid og fara um borð hér. Síðan fer skipið í 14 daga siglingu til Grænlands og snýr aftur og tekur þá við öðrum hóp frá Spáni og skilar af sér þeim sem komu frá Grænlandi og heldur áfram með nýja farþega til Evrópu.
Samtals ferðast 3600 farþegar með skipinu í Íslandsferðinni og verður þeim að sjálfsögðu boðið upp á ýmsar ferðir og afþreyingu á meðan á dvölinni á Íslandi stendur.
