13.03.2010 00:00

Góð aflabrögð hjá þeim er landa í Sandgerði

Síðustu daga hafa verið góð aflabrögð hjá felstum af neta- og línubátunum sem landað hafa í Sandgerði. Enda hafa Grindavíkurbátarnir komið þar einnig mikið við sögu og landað í Sandgerði. Eru dæmi um að þrátt fyrir að það séu fjórir löndunarkranar hafa þeir ekki dugað og því hefur stundum skapast löndunarbið. Hér birti ég syrpu sem tekin var sl. fimmtudag þann 11. mars af bátum við bryggju eða við að bíða eftir bryggjuplássi. Nöfn allra bátanna hafa komið við sögu í umfjöllunum frá Sandgerði undanfarna daga.


  
















                          © myndir Emil Páll, 11. mars 2010 í Sandgerði