12.03.2010 21:14
Hefja fjölda- og endurframleiðslu á fyrsta íslenska hraðfiskibátnum
Í dag eftir sjósetningu Ingibjargar SH 174 sem Sólplast ehf. endurbyggði í Sandgerði var stigið hjá fyrirtækinu það skref að hefja endurframleiðslu og um leið fjöldaframleiðslu á fyrsta íslenska hraðfiskibátnum sem smíðaður var á Íslandi. Gerðin hét Mótun og var framleidd af Mótun, en er þó ekki sá bátur sem Mótun er þekktust fyrir þ.e. Gáskinn. Sólplast keypti fyrir allnokkru mótin af bát þessum og í dag var hann tekinn úr geymslugámi, sem táknræn athöfn og er stefnt að því að fyrsti báturinn verði jafnvelt tilbúinn til notkunar á strandveiðitímabilinu í sumar. Sést á myndunum tveimur sem ég tók við þetta tækifæri er krani hífði mótin úr gámnum.

Mótin, af bátnum sem er af gerðinni Mótun og eru þeir bátar sem framleiddir voru af þessari gerð taldir vera fyrstu íslensku hraðfiskibátarnir og eru nú að fara í fjöldaframleiðslu hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði. Um er að ræða nokkra tuga ára gömul smíðamót. © myndir Emil Páll, í Sandgerði í dag 12. mars 2010
