12.03.2010 19:05

Ingibjörg SH 174 sjósett

Þá kom að því að Ingibjörg SH 174 ex Oddur á Nesi SI, var sjósettur eftir miklar endurbætur í Sandgerði. Gerðist það í dag og við það tækifæri var meðfylgjandi myndasería tekin


    Kranabíll frá Jóni og Margeiri í Grindavík dró bátinn til sjávar í Sandgerði í dag


    Hér mætti halda að bátunum væri raðað í röð, þar sem Ingibjörg SH, er á milli Lilla Lár GK og Dúdda Gísla GK


                         Þá er bara að slaka bátnum niður við bryggjuna


                                     Fallegur bátur, á leið til sjávar


              2615. Ingibjörg SH 174, eftir að hafa verið sjósett í Sandgerði í dag


            Það voru margir að fylgjast með sjóetningunni, hér sjáum við sjómanninn og síðueigandann Þórodd Sævar Guðlaugsson t.h, ræða við Jóhannes eiganda Ingibjargar SH 174 eftir sjóetninguna  © myndir Emil Páll 12. mars 2010