10.03.2010 13:15
Bláfell ehf., Ásbrú: Þrír plastþilfarsbátar
Bláfell ehf., er bátasmiðja sem staðsett er á Ásbrú, sem er heitið á gamla Varnarliðssvæðinu ofan við Keflavík. Hjá fyrirtækinu er nú verið að leggja lokahöndina á tvo þilfarsbáta sem sjósettir verða mjög fljótlega, jafnvel annar um eða upp úr helginni, Þá hefst vinna við að gera þann þriðja fullklárann en vinnu við hann á að ljúka fyrir strandveiðitímabilið í vor.
Hér birtast myndir af öllum þremur bátunum og raunar saga tveggja sem eru á endasprettinum, en annar þeirra, má segja að hafi verið endurbyggður alveg frá grunni, því af gamla bátnum er aðeins eftir kjölurinn, hluti af stefni, toppurinn á stýrishúsinu og gamla skipaskrárnúmerið.
Kristbjörg ST 39
Hér er á ferðinni bátur sem upphaflega var smíðaður hjá Mótun ehf. í Hafnarfirði árið 1993, síðan hófust fyrir okkrum á árum endurbygging á bátnum og lenging, Í fyrstu var verkið unnið hjá Sólplasti ehf., í Sandgerði, en eftir að eigandi bátsins Bláfell ehf, opnaði bátasmiðju var verkinu lokið í aðstöðu fyrirtækisins á Ásbrú. Mun báturinn verða um 10,5 tonn að stærð nú.
Báturinn hefur verið seldur til Drangsnes.
Nöfn: Krókur RE 146, Völusteinn ÍS 89, Bláfell HU 179 og nú Kristbjörg ST 39.
Ex Hera BA 51
Báturinn var framleiddur hjá Colvic Craft Ltd, í Englandi árið 1979. Lengdur 1994 og dekkaður 1999. Stórviðgerð fór fram á bátnum hjá Sólplasti ehf., Sandgerði 2008 til 2009 eftir að báturinn hafði rekið upp í fjöru 2007 og verið þá afskráður sem fiskiskip. Verkinu var síðan lokið hjá Bláfelli ehf. sem þá var til húsa í Keflavík.
Nöfn: Selvík HF 72, Selvík EA, Selvík HU 20, Gáski ÍS 621, Skussi ÞH 314, Steinunn BA 40, Eybjörg ST 101, Kristín Þórunn ÍS 818, Hera BA 51 og á næstu dögum kemur nýtt nafn og númer á bátinn, þar sem hann hefur verið seldur til Vopnafjarðar og mun fara þar á grásleppuveiðar.
Nýr Víking
Hér er á ferðinni skrokkur sem Bláfell mun innrétta og gera af þilfarsbáti og verður hann tilbúinn fyrir strandveiðarnar í vor, en hann er enn óseldur.

2207. Völusteinn ÍS 89 nú Kristbjörg ST 39, áður en smíði var hafin að nýju

2207. Hér er búið að taka húsið ofan af og lítið orðið eftir af upphaflega bátnum

2207. Kristbjörg ST 39, inni í húsi Bláfells ehf.

2207. Ekki er annað hægt að segja en að um glæsilegan bát er að ræða eins og hann er í dag

2207, Kristbjörg ST 39, eins og hann lítur út séð litið fram með bátnum

6214. Hera BA 51, áður en báturinn var fluttur í húsnæði Bláfells ehf.

6214. Ex Hera BA, já þó ótrúlegt sé er þetta sami bátur og á myndinni hér fyrir ofan

6214. Já rennilegur bátur, ekki annað hægt að segja

Konan sem sést hér til hliðar er annar eiganda Bláfells, en nánar um það síðar

Víkingsbáturinn sem verður tilbúinn fyrir strandveiðitímabilið © myndir Emil Páll, 10. mars 2010
Hér birtast myndir af öllum þremur bátunum og raunar saga tveggja sem eru á endasprettinum, en annar þeirra, má segja að hafi verið endurbyggður alveg frá grunni, því af gamla bátnum er aðeins eftir kjölurinn, hluti af stefni, toppurinn á stýrishúsinu og gamla skipaskrárnúmerið.
Kristbjörg ST 39
Hér er á ferðinni bátur sem upphaflega var smíðaður hjá Mótun ehf. í Hafnarfirði árið 1993, síðan hófust fyrir okkrum á árum endurbygging á bátnum og lenging, Í fyrstu var verkið unnið hjá Sólplasti ehf., í Sandgerði, en eftir að eigandi bátsins Bláfell ehf, opnaði bátasmiðju var verkinu lokið í aðstöðu fyrirtækisins á Ásbrú. Mun báturinn verða um 10,5 tonn að stærð nú.
Báturinn hefur verið seldur til Drangsnes.
Nöfn: Krókur RE 146, Völusteinn ÍS 89, Bláfell HU 179 og nú Kristbjörg ST 39.
Ex Hera BA 51
Báturinn var framleiddur hjá Colvic Craft Ltd, í Englandi árið 1979. Lengdur 1994 og dekkaður 1999. Stórviðgerð fór fram á bátnum hjá Sólplasti ehf., Sandgerði 2008 til 2009 eftir að báturinn hafði rekið upp í fjöru 2007 og verið þá afskráður sem fiskiskip. Verkinu var síðan lokið hjá Bláfelli ehf. sem þá var til húsa í Keflavík.
Nöfn: Selvík HF 72, Selvík EA, Selvík HU 20, Gáski ÍS 621, Skussi ÞH 314, Steinunn BA 40, Eybjörg ST 101, Kristín Þórunn ÍS 818, Hera BA 51 og á næstu dögum kemur nýtt nafn og númer á bátinn, þar sem hann hefur verið seldur til Vopnafjarðar og mun fara þar á grásleppuveiðar.
Nýr Víking
Hér er á ferðinni skrokkur sem Bláfell mun innrétta og gera af þilfarsbáti og verður hann tilbúinn fyrir strandveiðarnar í vor, en hann er enn óseldur.

2207. Völusteinn ÍS 89 nú Kristbjörg ST 39, áður en smíði var hafin að nýju

2207. Hér er búið að taka húsið ofan af og lítið orðið eftir af upphaflega bátnum

2207. Kristbjörg ST 39, inni í húsi Bláfells ehf.

2207. Ekki er annað hægt að segja en að um glæsilegan bát er að ræða eins og hann er í dag

2207, Kristbjörg ST 39, eins og hann lítur út séð litið fram með bátnum

6214. Hera BA 51, áður en báturinn var fluttur í húsnæði Bláfells ehf.

6214. Ex Hera BA, já þó ótrúlegt sé er þetta sami bátur og á myndinni hér fyrir ofan

6214. Já rennilegur bátur, ekki annað hægt að segja

Konan sem sést hér til hliðar er annar eiganda Bláfells, en nánar um það síðar

Víkingsbáturinn sem verður tilbúinn fyrir strandveiðitímabilið © myndir Emil Páll, 10. mars 2010
Skrifað af Emil Páli
