08.03.2010 20:11
Varðskip á Stakksfirði og inni á Keflavíkinni í dag
Ekki veit ég hverra erinda varðskip sem ég held að hafi verið Týr, kom inn Stakksfjörðinn og inn á Keflavíkina í dag. Veit þó að léttabáturinn var töluvert notaður og eins kom lögregla eitthvað við sögu. Tók ég eftirfarandi myndasyrpu og auk varðskipsins má sjá léttabátinn á einn myndanna og eins sést grilla í Vilhelm Þorsteinsson EA 11, sem átti stutt stopp í Helguvík í dag.






1421. Týr inni á Stakksfirði og í Keflavíkinni í dag. Á efstu myndinni má sjá grilla í 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og á 2. myndinni sést aðeins í léttabát varðskipsins © myndir Emil Páll, 8. mars 2010






1421. Týr inni á Stakksfirði og í Keflavíkinni í dag. Á efstu myndinni má sjá grilla í 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og á 2. myndinni sést aðeins í léttabát varðskipsins © myndir Emil Páll, 8. mars 2010
Skrifað af Emil Páli
