08.03.2010 18:12
Miklar endurbætur á Sighvati GK eftir brotsjóinn
Það má með sanni segja að verulegar endurbætur fara nú fram á Sighvati GK 57 í Skipasmíðastöð Njarðvikur. Nánast er innréttað allar íbúðir og allt aftan til í skipinu á millidekki, auk þess sem tækifærið er notað til að gera fleiri endurbætur á skipinu.
Að sögn Kjartans Viðarssonar, útgerðarstjóra Vísis hf., var um eins til tveggja feta sjór á öllu millidekkinu og þá aftur í, auk þess sem sjór, slóg og fiskur flæddi um allt og niður í íbúðir sem neðar eru í skipinu.



Skipið er nánast fokhelt á eftir og þarf að einangra og endurbyggja allt. Á neðstu myndinni sjáum við Kjartan Viðarsson, útgerðarstjóra lengst til hægri líta fyrir verksviðið © myndir Emil Páll, 8. mars 2010
Að sögn Kjartans Viðarssonar, útgerðarstjóra Vísis hf., var um eins til tveggja feta sjór á öllu millidekkinu og þá aftur í, auk þess sem sjór, slóg og fiskur flæddi um allt og niður í íbúðir sem neðar eru í skipinu.



Skipið er nánast fokhelt á eftir og þarf að einangra og endurbyggja allt. Á neðstu myndinni sjáum við Kjartan Viðarsson, útgerðarstjóra lengst til hægri líta fyrir verksviðið © myndir Emil Páll, 8. mars 2010
Skrifað af Emil Páli
