08.03.2010 11:48

Leit afturkölluð

Leit að Kristni SH 112  hefur verið afturkölluð. Skipverjar heyrðu lýst eftir bátnum í útvarpinu og létu þá vita af sér til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.  Búið var að kalla þyrlu til leitar og var hún rétt ófarin þegar skipverjar gerðu vart við sig. Svo virðist sem sjálfvirka tilkynningaskyldukerfið um borð virkaði ekki sem skyldi. Þegar báturinn datt út úr kerfinu var farið að grennslast fyrir um hann. 


                               2468. Kristinn SH 112 © mynd Emil Páll í ágúst 2009