08.03.2010 07:35
Púkinn tók völdin: Gígja VE 340
Að undanförnu hefur mér fundist að gestir síðunnar væru sumir hverjir ekki með á nótunum og ákvað því að púkast aðeins. Gerðist það í umfjöllun af 1011. En þar sleppti ég að segja frá því að skipið hét einu sinni Gígja VE 340 og bar það nafn í 15-16 ár. Enginn virtist gera athugasemnd við þetta þar til þetta var búið að standa í rúman sólarhring að Sigmundur kom inn og benti á málið og hef ég því sett Gígju VE nafnið á upphaflega færslu. Engu að síður geri ég nú sérfærslu um Gígju VE og birti mynd af því nafni, með von um að menn taki eftir því sem skrifað er og verði meira vakandi, annars hefur það lítinn tilgang að vera með þessar færslur.

1011. Gígja VE 340 © mynd Snorrason
1011. Gígja VE 340 © mynd Snorrason
Skrifað af Emil Páli
