07.03.2010 22:31

Óskar kominn að bryggju

Óskar RE 157, er kominn að bryggju í Hafnarfirði, eftir strandið í dag. En hann strandaði á fjórða tímanum er bilun varð í skrúfubúnaði þannig að skipið sigldi beint upp í leðju og sand og sat þar fast þar til að það flaut upp um kl. 20 í kvöld.
Hafnsögubáturinn Hamar dró Óskar síðan að bryggju og eru kafarar að skoða hvort einhverjar skemmdir hafi orðið.
Mannskapnum varð ekki meint af og var hann í skipinu allan tímann.
Óskar var að hefja þriðju ferð sína með varning til Grænlands vegna gullvinnslunnar sem þar fer fram.