07.03.2010 18:29

Nýjar myndir af Óskari RE á strandstað í Hafnarfirði

Flutningabáturinn Óskar RE 157, strandaði í Hafnarfjarðarhöfn í dag, er hann var nýfarinn frá bryggju á leið með farm fyrir gullvinnsluna á Grænlandi. Talið er að bilun hafi orðið í skiptiskrúfu með þessum afleiðingum.
Er nú beðið eftir að það flæði að, en flóð er einhvern tímann fyrir miðnætti. Er ég kom þarna um kl. 17 var fjara og tók ég þá þær fjórar myndir sem nú fylgja með.
Eins og oft áður hefur Köfunarþjónusta Sigurðar björgunina á sínum snærum en nú eru þeir Köfunarþjónustu Gunnars til aðstoðar. Að sögn Sigurðar Stefánssonar ætlðu þeir að fara að kafa til að skoða skipið, en þeir vonuðust til að ekki yrði kippt í það fyrr en nær vær dregið háflóði.








   962. Óskar RE 157, á strandstað í gömlu höfninni, í Hafnarfirði í dag © myndir Emil Páll, 7. mars 2010