07.03.2010 00:00
Kristján Valgeir GK 575 / Grindvíkingur GK 606 / Gígja RE 340 / Stakkanes ÍS 847 / Stakkanes

1011. Kristján Valgeir GK 575 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

1011. Grindvíkingur GK 606 © mynd Snorrason

1011. Gígja RE 340 © mynd Emil Páll

1011. Stakkanes ÍS 847 © mynd af heimasíðu Álasunds

1011. Stakkanes ÍS 847 © mynd skerpla.is

Stakkanes, í höfn í Noregi © mynd Fiskeri.no Akse KNittysen 2008
Smíðanúmer 51 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S, Harstad, Noregi 1966. Kom til Sandgerðis 23. júlí 1966. Lengdur og yfirbyggður hjá Hákonsen Mekanik, Skudenshavn, Noregi 1974 og aftur 1979. Selt til Svíþjóðar í apríl 1978, en keypt aftur til landsins í sama mánuði.
Meðan Svíar áttu skipið lá það í Grindavíkurhöfn og fór því aldrei úr landi ( í apríl 1978).
Leigt Hauki Guðmundssyni, Íshúsi Njarðvíkur til að nota við björgun á 1246. Guðrúnu Gíosladóttur KE 15, við Noregi frá haustinu 2002. Seldur á uppboði 31. maí 2007 og átti í framhaldi af því að fargast. En síðan birtist allt í einu mynd sú sem hér sést fyrir ofan af bátum í janúar 2010, sem Stokksnes í höfn í Noregi og er ekkert vitað nánar um skipið.
Nöfn: Kristján Valgeir GK 575, Kristján Valgeir NS 150, Grindvíkingur GK 606, Grindvíkingur GK 707, Gígja RE 340, Gígja VE 340, Stakkanes ÍS 847, Stakkanes ÍS 848 og Stakkanes.
Skrifað af Emil Páli
