06.03.2010 22:29

Viltu komast á rækju?

Arnar Kristjánsson á Ísafirði sem gerir út Ísborg ÍS 250 hafði samband við mig í kvöld og kom þá í ljós að hann er að búa sig út fyrir rækjuveiðar og er farinn að leita eftir mannskap á Ísborgina. Bendi ég því þeim sem áhuga hafa á að hægt er að ná í Arnar í síma 893 3077.

Svona í leiðinni þá spurði ég hann út í ábendingu sem kom inn á síðuna í dag um að hann væri eigandi af Jóhönnu Margréti en ekki Gísli og Hálfdán ehf., sem ég hét að væri eigandi. Sagði hann þetta vera rétt, hann hefði keypt bátinn á nauðungaruppboði en fyrri eigandi var þrotabú Marbergs ehf. Aðspurður taldi hann að báturinn myndi fara að lokum í pottinn fræga.

Varðandi umsögn mína í nótt um eiganda Jóhönnu Margrétar, þá fórsts annar aðilinn að fyrirtækinu Gísla og Hálfdáni nýverið. En eins og kemur fram hér að ofan átti það fyrirtæki ekki Jóhönnu Margréti, en mun hafa verið eitthvað tengt Marbergi.


             78. Ísborg ÍS 250, í höfn í Njarðvík © mynd Markús Karl Valsson í sept. 2009


  163, Jóhanna Margrét SI 11, sem nú er í eigu sama aðila og á Ísborgina þ.e. Arnars Kristjánssonar á Ísafirði © mynd Emil Páll 2009