06.03.2010 13:16

Súlan sat föst í morgun og Erika kom og náði að losa hana

Okkar maður á Neskaupstað tók þessa myndasyrpu af því er Súlan EA 300 sat föst, milli kl. 10 og 10.30 í morgun er hún ætlaði að fara að færa sig að löndunarbryggjunni, en hún var ný komin úr sinni síðustu loðnuveiðiverð að sinni. Erika sem var nýfarin frá bryggju eftir að hafa verið í hrognatöku snéri við og tókst að ná Súlunni úr festunni, allt sjáum við þetta hér í syrpu Bjarna Guðmundssonar, sem hann sendi mér núna áðan.


       Erika GR 18-119 yfirgefur Neskaupstað, eftir að hafa losa loðnu í hrognatöku


                   Hér hefur Erika snúið við til að aðstoða Súluna EA 300


             Áður en Erika kom til hjálpar var allt reynt, en án árangurs










                     Hér er Erika komin á staðinn og tóg sett á milli skipanna


                                      Erika byrjar að kippa í Súluna


                            Hér er Súlan laus úr festunni, en enn í togi hjá Eriku


            1060. Súlan EA 300 siglir síðan að löndunarbryggjunni á Neskaupstað
                                  © myndir Bjarni G. í morgun 6. mars 2010